þriðjudagur, maí 16

Jæja þá er skólinn loksins búinn. Það er reyndar svolítið síðan en ég er bara búin að vera að dúlla mér síðustu daga (voða fínt að geta gert allskonar hluti sem ég hef ekki getað gert). Ég t.d. fór í blá-lónið að slappa af og ég ætla að bjóða fjölskyldunni í köku þar sem að ég átti afmæli 7. maí en gat ekki haldið upp á það því ég var á fullu í skólanum. Litla frænka mín var þvílíkt hneyksluð yfir þessu öllu saman og vildi fá afmælisköku. Annars hef ég verið á fullu að sækja um vinnur....en ekkert komið enn:(

mánudagur, maí 1

Fólk er ekki nógu duglegt við að skrifa á bloggsíður sínar. Ég er búin að fara nokkrum sinnum á allar bloggsíður í dag til að lesa eitthvað krassandi og það er ekkert nýtt.....varð bara að koma kvörtun á framfæri. Já, ég er að skifa ritgerð og mér leiðist stundum pínu og þá þarf ég helst eitthvað svaðalega krassandi....endilega bætið úr þessu.