laugardagur, mars 19

Það hafa borist kvartanir um lágra fjölda blogga á þessari síðu. En ástæðan fyrir því er að síðustu daga hef ég átt heima upp í skóla....ég er búin að vera að gera endalaus verkefni og að læra fyrir próf....en ég hef ekki sérstaklega mikla löngun til að blogga um slíka hluti. Annars megi þið koma með hugmyndir að færslum....og kannski skrifa ég um það...þ.e ef það er eitthvað spennandi.

mánudagur, mars 7

Það er próf á morgun og ég nenni ekki að læra....ég missti líka af one tree hill (það er nú ennþá verra því þetta var þáttur sem ég var ekki búin að sjá).
Ég var í mat hjá systur minni....hún er alltaf svo myndarleg....ég vildi að ég væri með svona myndarleg-gen í mér (er sko búin að segjast ætla að bjóða öllum í mat og gera hitt og þetta en aldrei gefst tími fyrir neitt).
Annars er árshátið í skólanum á föstudaginn og ég er að hugsa um að skella mér. Það er nú alveg ár og öld síðan ég hef farið á djammið og ég held að það sé bara kominn tími til að sletta úr klaufunum.

miðvikudagur, mars 2

Það er þvílíkt mikið að gera í skólanum núna....endalaus verkefni framundan og próf. Það er fullt af fólki úr skólanum að slappa af út í London núna....ekki slæmt.

Ég fékk þá snilldarhugmynd að fara út að hjóla síðustu helgi. Ætlaði fyrst að hjóla voðalega stutt en endaði síðan á því að hjóla úr Álftamýrini upp í Árbæ og síðan upp í Grafarvog og aftur til baka í Álftamýrina. Ég er ennþá að drepast í rassinum og mun ég ekki endurtaka þetta á næstunni.