miðvikudagur, apríl 30

Það var síðasti tæ-bó tíminn í dag. Það var bara ákveðið að hætta með tæ-bó í árbæjarþreki :(. Þetta voru æðislegir tímar; ég var vön að mæta þrisvar í viku og hoppa og púla alveg á fullu.

fimmtudagur, apríl 24

Gleðilegt sumar!!

mánudagur, apríl 21

Þetta frí er búið að vera ekkert nema leti!!! Það er nú svolítið stór frétt að segja frá því að ég (með hjálp frá Haffa) eldaði. Maturinn reyndist vera mjög ljúfengur eða bara ótrúlega góður. Margir urðu steinhissa á þessu. Þannig að núna kann ég ekki bara að elda pasta heldur líka fajitas.

fimmtudagur, apríl 17

Það er æðislegt að vera komin í smá frí!! 'Eg er búin að vera spá mikið í því hvenær ég eigi að halda upp á afmælið mitt. 'Eg verð að halda upp á það!!!!! Því þegar ég varð tvítug þá var ég að fara í stærðfræðipróf og það var ekki skemmtilegt :( En er að hugsa um að halda bara upp á það í byrjun júní einhvern tímann, það hljóta allir að vera búnir í prófum þá (er það ekki annars???).

GLEÐILEGA PÁSKA!!!!!!!

mánudagur, apríl 7

Endilega skoðið bloggið hennar Evu Aspar........ÓTRÚLEGA FYNDIÐ!!!!!

Hæ...hó. 'Eg var að vinna á laugardaginn!!! Reyndar bara í einhverja tvo tíma, það var opið hús í leikskólanum. Eftir opna húsið var óvissuferð. Við vissum ekkert hvert við værum að fara (haha.....datt ykkur það nokkuð í hug....) en þetta byrjaði allt voða rólega. Fyrst hlustuðum við á ljóðalestur hjá grafarvogsskáldi, síðan héldu við áfram og sungum og sungum á leiðinni upp í Hafnarfjörð. Þar forum við á glerlistasafn og drukkum bjór síðan lá leiðin upp í Nauthólsvík þar sem að við fengum þetta ágætis kakó (ég er alveg viss um að það hafi verið eitthvað fleirra í þessu kakói). Við fórum líka í Hallgrímskirkju. Aðal umræðuefnið þar voru giftingar (Jesss!!!!) ,, Ert þú ekki gift?....Ha, ertu að segja satt?...Já, ég giftist nú þegar ég var 21.....", það voru nokkrir sem að flúðu þegar að þessari umræðu var komið. Jamm, Ljúfur (flotti bíllinn) fór síðan með allt pakkið á einhverja myndlistasýningu.....en sumir voru búinir að fá menningarsjokk og fóru á Billiardbar (þetta var eiginlega skemmtilegast í ferðinni). Við misstum ekki af neinu skemmtilegu á myndlistasýningunni (nema þær fengu hvítvínsglas og núna var ekki eins rólegt í Ljúfi). Við rúntuðum aðeins í bænum og fórum síðan aftur upp í Grafarvog. Við fórum að skoða leir í einhverjum bílskúr og líka teiknimyndir (sem var reyndar ótrúlega flott). Síðan skruppum við í óvænta heimsókn til starfsmanns og við drukkum ennþá meira. Þar var verið að pebba alla upp í að sletta í sig ouzo, sem er einhver grískur vibbi. Fyrst við vorum komin í Grafarvoginn og byrjuð á að heimsækja fólk ákváðum við bara að heimsækja fleirra fólk og syngja fyrir það. Við ætluðum að heimsækja einn leikskólakennara, en hún var ekki heima og fólkið á neðri hæðinni svaraði (sem eiga barn á leikskólanum), þannig að við skruppum bara í heimsókn hjá þeim. Við fórum síðan í aðra heimsókn og allir staupuðu viskí. Þarna voru margir orðnir svolítið skrautlegir (yngsta fólkið var rólegast!!!). 'Ovissuferðin endaði á 'Aslák í Mosfellsbæ, þar sem í boði var sjávarréttarsúpa og brauð (alveg ágætis brauð!). Þar voru teknar nokkrar sveiflur og síðan farið heim.

fimmtudagur, apríl 3

Mamma mín er fræg.....nanananana. Það var mynd af mömmu aftan á DV í dag.

'Eg var í starfsviðtali í dag í vinnunni og ég sagði að systir mín væri 27 ára..........hvernig datt mér það eiginlega í hug!!!! Systir mín er sko 29 ára (að verða 30 á þessu ári). Þvælan sem kemur stundum út úr mér.....Mér fannst hún bara vera 27, en samt er ég 9 árum yngri en hún.

þriðjudagur, apríl 1

'Eg þoli ekki ömurlegar myndir á netinu. Ef maður fer eitthvað þá þurfa alltaf myndir af manni að birtast á netinu. ÓÞOLANDI!!!!!!!!