miðvikudagur, janúar 29

'I gær ætlaði ég að hafa það bara voða fínt og hlusta á tónlist í rólegheitunum. VOÐA SAKLAUST ALLT SAMAN. En hún litla Eva getur verið algjör snillingur stundum. Það heyrðist ekkert í heyrnatólunum á tölvunni, þannig að mér datt í hug að færa snúrunar aðeins til. Mér tókst einhvern veginn að láta tölvuna fá alzheimer. Hef ekki hugmynd hvernig, en mér tókst það!!!! Þegar ég kveikti á henni aftur þá var tölvan búin að tína módeminun. Helv......djöful..... úppps.....Bróðir minn varð alveg bandillur út í mig og kallaði mig öllum illum nöfnum. Aumingja pabbi þurfti að eyða öllu kvöldinu í að skrúfa tölvuna í sundur og færa módemið og eitthvað fleirra. Núna læðist ég bara í tölvuna þegar enginn sér til. 'Eg bara þoli ekki tölvur, eina sem ég þarf að gera er að snerta þetta drasl og þá bilar það. Rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.

þriðjudagur, janúar 28



Endilega prófið þið gáfnaprófið!!! Það eru líka fleiri skemmtileg próf hérna.

Jesss, það er loksins kominn sjnór!!! Ætla á skíði við fyrsta tækifæri. Það er lokað í dag, en ef það heldur áfram að snjóa þá kemst ég bráðum. Jibbí!

mánudagur, janúar 27

Hver er þessi Bubbi byggir???? Krakkarnir á leikskólanum eru alltaf að tala um hann. Þegar maður spyr; ,,Hvað gerðir þú í gær?" Þá svara þau alltaf; ,, Horfði á Bubbi byggir". En hvað gerðir þú um helgina; ,,Horfði á Bubbi byggir". Þarf að komast að því hver þetta er. 'Eg er allaveganna búin að læra öll nofnin á Bangsímon köllunum, þ.e bangsímon, gríslingur og eyrnaslapi. Þannig ég er kannski að læra eitthverja merkilega hluti á því að vinna á leikskóla.

sunnudagur, janúar 26

Það er til íslensk spennumynd, vissu þið það? Hún var reyndar bara ein steypa, en það hefur allavegana einhver gert tilraun til þess að gera spennumynd.
'Eg var að skoða á netinu áðan og fann þessar hræðilegu myndir af mér. Eru ekki einhver lög sem banna ógeðslegar myndir á netinu?

'Eg fór á djammið í gær. Það var orðið alveg hryllilega langt síðan ég fór niðrí bæ á djammið. Vááá hvað það er ótrúlega gott að reykja vindla þegar maður er kominn í glas, en viðbjóðslegt að vakna daginn eftir með vindlabragð upp í sér.

Sáu þið leikinn?? ('Island-Þýskaland) Þetta var rosalegur leikur! 'Otrúlega spennandi. En hvað var þetta með skúringakonuna?? Það var alltaf einhver að stoppa leikinn til þess að þrífa gólfið. Þegar mesta spennan var þá þurfti að moppa gólfið. 'Otrúlegt!! Mátti ekki vera smá sviti á gólfinu!!

laugardagur, janúar 25

'Eg var í Smáralindini í gær og sá farastjórann okkar frá Costa del Sol (ekki klíp í rass-rass-rass, heldur þessi sem bar Hildi á skemmtikvöldinu). Þá rifjuðust upp margar góðar minningar. ÞAÐ VAR ÓGEÐSLEGA GAMAN HJÁ OKKUR!! Þetta er eitthvað sem við verðum að gera aftur eftir svona 10 ár. Já það væri svolítið gaman. Það er akkurat rétti tíminn til að stinga af til Costa del Sol og gera ekki neitt nema djamma og liggja í sólbaði. Það er gott að djamma og djúsa, Paladíum á , lalalalalala í ermalausum bol lalalala.

fimmtudagur, janúar 23

'Eg var að deyja úr hungri í vinnunni í dag. Það var nefnilega plokkfiskur í matinn, ALGJÖR VIBBI!!!! Svo situr maður þarna og segir við börnin, "uhhhhm, nammi, nammi, namm, kláraðu nú matinn þinn, duglegur......" Strax í kaffitímanum mínum hljóp ég út í sjoppu og keypti risa snickers. Það er hræðilegt að vera svona mikill gikkur.

Já, kraftaverk gerast!! 'Eg var einu sinni mjög á móti þessu bloggi, en ákvað að prófa þetta. Þetta gæti alveg verið skemmtilegt, en ef svo skildi ekki vera þá get ég alltaf hætt þessu.