miðvikudagur, september 22

Ég gæti alveg eins verið að læra kínversku.
Var að koma úr tíma og kennarinn sagði alltaf ,,Þetta er svo lógíst er það ekki?" Arrggg. Skildi ekki neitt í neinu sem hann var að blaðra..........setur bara þetta í kredit og 8% í debit.......jæja eins gott að lokaprófið er krossapróf. Það er ekki eins og ég fari að gera mig að algjöru fífli og standa upp og segja ,,heyrðu kennari um hvað í ósköpunum ertu eiginlega að tala um?". Svo spyr hann ,,Einhverjar spurningar?". Hvað á ég eiginlega að spurja þegar ég hef ekki hugmynd um hvað blessaði maðurinn er að tala um. Svo finnst honum þetta svo spennandi að það glitrar úr augunum á honum þegar hann fær að tala um þessar tölur en þetta er alveg hryllilega leiðinlegt. Annars er annar tími að fara að byrja......sem betur fer.

mánudagur, september 20

Spítalar eru ógeðslegir staðir. Ég skil ekki fólk sem að vinnur á þessum stöðum. Þessi staður er fullur af veiku, hvítu fólki og ég fæ ógeð þegar ég fer þangað.

Mig langar svooooo til útlanda.

sunnudagur, september 19

Systir mín hefur fundið ,,hinn eina rétta" og verður þar af leiðandi risa brúðkaup eftir tvær vikur. Af því tilefni var hún gæsuð um helgina og var farið svolítið illa með hana. Það var mikið sprell og gaman fyrir þá sem voru að horfa á hana gera sig að fífli en ekki alveg jafn skemmtilegt fyrir hana sjálfa. Það var samt bætt upp fyrir það með því að fara með hana í dekur og mat. Síðan var spjallað fram eftir kvöldi.

mánudagur, september 13

Nú er ég í tölfræði tíma, en mig langar helst að vera heima hjá mér steinsofandi. Mánudagar eru svo erfiðir! Annars hefur helgin verið mjög fín, en ég ætlaði mér samt að læra aðeins meira þar sem ég er að fara í próf í stjórnun á fimmtudaginn. Ég hef gert nokkrar tilraunir til þess að læra fyrir þetta próf en með frekar litlum árangri. Annað hvort sofna ég eða get engan veginn einbeitt mér að þessu. Annars er planið að vera rosa dugleg að læra þessa vikuna þannig að í næstu viku verð ég svaka klár í stjórnun :)

miðvikudagur, september 1

Nú er skólinn kominn á fullt. Ég var að kaupa mér þráðlaust net í tölvuna mína sem er rosa munur. Núna þarf ég ekki að ferðast með mínar svakalegu snúrur út um allt. Nú eigum við bara eftir að fá okkur internetið heima og þá get ég farið á netið hvar sem er og hvenær sem er :)