laugardagur, janúar 31

Fann þetta á netinu:
Það var könnun gerð á því hvernig ábyrgð á einstaka heimilisverkum hefði verið skipt á milli kynjanna á síðastliðnum sex mánuðum.

Í ljós kom að 78% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir því að sjá um þvottinn en 8% karla.

68% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir eldamennskunni en 16% karla.

62% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir þrifum á heimilinu en 11% karla.

51% kvenna segist oftast hafa verið ábyrgt fyrir innkaupunum en 16% karla.

47% kvenna segjast oftast hafa verið ábyrg fyrir uppvaskinu en 22% karla.

Dæmið snýst svo við þegar kemur að viðhaldi ökutækja og annarri viðhalds- eða smíðavinnu, en 81% karla segist hafa oftast borið ábyrgð á því en 14% kvenna.

Þá kom í ljós að 45% svarenda telja ábyrgð á umönnun og eftirliti barna skiptast jafnt á milli maka. Marktækur munur er á viðhorfum kynjanna hvað þetta varðar, þar sem helmingur kvenna telur sig bera meiri ábyrgð á þessu sviði, en aðeins 6% karla.

Er þetta sanngjarnt?? Svo er fólk að furða sig á því að konur eru ekki í stjórnunarstöðum. Þær eru bara allt of uppteknar við að gera allt sem þarf að gera á meðan karlarnir sitja á rassinum þegar þeir koma heim.

fimmtudagur, janúar 29

Ég er svo glöð!!!! Strætó-konan ætlaði að benda mér á að kaupa strætómiða fyrir ungmenni, 16-18ára :) :) :) :) :) :) :)

Annars er ég bara orðin ein að blogga.....það eru bara allir hættir þessu. Ég hef samt þurft að tjá mig eitthvað óvenju mikið núna....best að hætta þessu.

Annars megið þið endilega láta mig vita ef þið hafið einhverja raunhæfa hugmynd um stofnun á fyrirtæki.....eða nýja vöru sem hægt væri að koma á markað. Þetta er eitthvað HUMONGUS verkefni sem við erum að fara að byrja á.

Það er einhversstaðar til sjálfsmorðsstöð (veit ekki í hvaða landi- einhversstaðar þar sem sjálfsmorð eru lögleg).

Það er víst líka til þvottastöð (einhversstaðar á Íslandi-örugglega í Kópavogi) þar sem stelpur eru inni á stöðinni í bikiníum. Hefur einhver farið þangað????? Þessar stelpur haldast örugglega ekki lengi í vinnunni. Þær eru örugglega komnar með lungnabólgu fyrstu vikuna.

Síðan þarf líka að hanna pillur í staðinn fyrir mat. Þá væri offita og anorexía út úr myndinni......og heimurinn betri :)

Mig langar að vera meira eins og matrix fólkið......þá þyrfti ég ekkert að lesa.....bara ýta á download takka og öll vitneskja myndi festast inn í hausnum, síðan ýtir maður á delet til þess að losna við upplýsingarnar....ekkert vesen. Getur ekki einhver hannað svona tæki?

miðvikudagur, janúar 28

Ég fór í próf sem er svipað og persónuleikapróf en tilgangurinn með því er að hópa saman fólk til þess að búa til teymi. Skv. þessu Belbin prófi eru 8 manngerðir (en þó eru flestir blanda af öllu-bara mis mikið af hverju).
Þessar 8 manngerðir eru:
Formaðurinn (Þessi myndi helst segja: "Erum við þá sammála?")
Mótandinn (Þessi myndi helst segja: "Mér finnst....ég vil...")
Peran ("Ég þarf aðeins að hugsa þetta"-þessi kemur með flestar hugmyndirnar)
Greinandinn ("Af hverju? Hvers vegna?-týpan sem greinir alla hluti og vill hafa allt á hreinu")
Framkvæmandinn ("Drífum í þessu...-þetta er vinnudýrið")
Tengill ("Vitið þið hvað ég heyrði..."-þessi grípur góðar hugmyndi...en á þær yfirleitt ekki sjálfur)
Liðsmaðurinn ("Eru ekki allir í stuði?"-Hann er átakafælinn og vill hafa gott andrúmsloft í hópnum)
Lokarinn ("Það þarf að laga þetta aðeins betur...-þessi á að klára verkefnið því hann tekur efir öllum stafsetningavillum og er mjög nákvæmur í öllu sem hann gerir").

Kannski getið þið fundið ykkur þarna (ég fékk hátt í "Drífum í þessu..." manngerðinni).

þriðjudagur, janúar 27

CWINDOWSDesktopMAtrix.jpg
Matrix!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Ég er komin með ógeð á verðbréfum og öllu þeim tengt! Er virkilega einhver sem hefur brennandi áhuga á þessu? Held ekki. Þetta er engan veginn áhugavert.

mánudagur, janúar 26

Jæja, ég var búin að fá mig fullsadda á shout-outinu og stal hugmynd Sigrúnar.....vona að henni sé sama.


You are going to marry Ashton Kutcher. He is kind
and sweet, but pulls a lot of pranks (and
probably quite a few on you too!!)and can
always make you laugh.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla

Bloggið átti afmæli á föstudaginn, 23. jan. 'Eg bara steingleymdi því. En ég vil óska því innilega til hamingju :)

laugardagur, janúar 24

Ég hef bara alls ekki sama smekk og íslensku konurnar sem völdu kynþokkafyllsta íslenska karlmanninn. Niðurstaðan varð þessi:

1. sæti :Jón Ólafsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður
2. sæti: Guðni Hauksson, sjómaður í Bolungarvík (HVER ER ÞAÐ??)
3. sæti: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fréttamaður
4. sæti: Kalli Bjarni, Idolstjarna
5.sæti: Ólafur Þór Rafnsson, byggingaverkfræðingur
6.sæti: Vilhelm Anton Jónsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður
7. sæti: Guðjón Valur Sigurðsson, handboltamaður og kynþokkafyllsti karlmaðurinn í fyrra
8.sæti: Jónsi (jakk!!!)
9.sæti: Sigfús Sigurðsson, handboltamaður
10. sæti: Jón Sigurðsson Idolstjarna

Hverjir kusu eiginlega???? Það eru nú til miklu fallegri íslenskir karlmenn heldur en þetta!

Ég vil biðjast velvirðingar á síðasta pistli. Ég er svona nokkurn veginn búin með þetta leiðindar verkefni núna og er bara mjög róleg.

föstudagur, janúar 23

Ég er að brjálast!!! Ég er að fara yfirum........ÉG ER Í VIÐSKIPTAFRÆÐI......og þarf að gera e-h ******** tölvuverkefni.....ég HATA tölvur. Ég kann ekki rass á þetta Access drasl. Ég er búin að vera í marga klukkutíma að reyna að hanna gagnagrunn........þetta er akkurat ástæðan fyrir því að ég er ekki í tölvunarfræði.

fimmtudagur, janúar 22

Ég prófaði jóga áðan.....þetta var mjög skrítið. Það kom algjör steypa út úr jóga-kennaranum..... Við áttum að ímynda okkur að það væri fallegt tré inni í okkur og að það yxu greinar út úr því og þær fara út um puttana og þaðan vex lillablátt lótusblóm. En eins furðulega og það hljómar þá virkar þetta alveg.

þriðjudagur, janúar 20

Mig dreymdi stórfurðulegan og viðbjóðslegan draum í nótt. Mig dreymdi að ég hafi drepið mömmu í veislu. Ég henti henni niður og síðan labbaði ég fram hjá líkinu eins og ekkert væri. Ég var bara fegin að vakna í morgun.

Það er greinilega orðið allt allt of langt síðan ég hef horft á sjónvarpið. Í gær horfði ég á Dawson´s Creek þátt. Jen er að deyja og hún er búin að eignast barn!!!! Pacey á veitingastað og er hættur á verðbréfamarkaðnum. Ég þarf að fylgjast betur með.......

mánudagur, janúar 19

ÉG ER AÐ MYGLA Í ÞESSUM TÍMA...............þetta fer ekki inn.....skil ekki orðinn sem þessi maður notar..........hvað er ég að gera hérna???????
Þarf að fara lesa eins og brjálæðingur...... og kannski skipuleggja smá.

Þetta shout-out er alltaf bilað!!!!!

laugardagur, janúar 17

Þá eru úrslitakvöld idol yfirstaðið. Ég er bara nokkuð ánægð með niðurstöðuna (nema að Tinna Marína hefði átt að ná lengra). Kalli Bjarni stóð sig mjög vel. Jón, fimmhundrað kallinn, heillaði allar eldri konur upp úr skónum með sínu ómótstæðilegu brosi og Bee-gees lögunum. Þar af leiðandi fékk hann öll atkvæði miðaldra kvenna. Anna Katrín stóð sig vel, en hún hefði örugglega geta staðið sig betur hefði hún ekki verið veik :(
Rosalega var ég fegin að vera heima í gær að kúra undir teppi í þessu viðbjóðslega veðri.
Annars er bara mikil leti í gangi. Þarf að fara að koma mér á fætur :)

miðvikudagur, janúar 14

Mætti í skólann eldsnemma í morgun en það vantaði allt fólkið í stofuna mína :( Þar fann ég mjög mjög góða afsökun fyrir meiri svefn........zzzzzzzzzzzzzzz

þriðjudagur, janúar 13

Nú á sko að taka á því!! Var að kaupa mér kort í árbæjarþreki og ég ætla að fá flottan maga einn, tveir og tíu!!! Það er bara púl og sviti framundan...........

mánudagur, janúar 12

Ég fór að passa litlu frænku mína á laugardaginn. Hún er algjört krútt!

Annars fór ég á skíði um helgina. Ég fór bæði á laugardag og sunnudag. Það var mjög gaman :)

föstudagur, janúar 9

Af hverju ég hata tölvur.......

1. Þær virka aldrei þegar maður vill að þær virki.
2. Þær eru stanslaust að bila.
3. Stundum dettur þeim í hug að verða geðveikar.
4. Þær gefa frá sér bylgjur sem geta örugglega drepið margar heilasellur og gert mann ófrjóan.
5. Krakkar eru hættir að leika sér úti og hanga bara í tölvum.
6. Svo eru þessar fartölvur....ekki eru þær skárri...það þarf að hafa þráðlaust net.....en ef tölvan er ekki byggð með ,,netkorta hólfi" (já, ég kann ekki tölvumál og ætla heldur ekki að læra það) þá þarf maður að ferðast um allt með einhver risa tól.
...................

Nú eru bara 4 eftir í Idol. Ég hélt að Tinna Marína myndi vinna þetta, en hún datt út í síðasta þætti :(

fimmtudagur, janúar 8

Ég á ekkert að mæta í skólann á morgun :)

miðvikudagur, janúar 7

Ég fór á nýju World-Class stöðina, Lauga. Þetta er ekkert smá stórt og það er alveg hellingur af tækjum þarna......síðan er sundlaugin ótrúlega girnileg. Það er gluggi þar sem allir eru að hlaupa með útsýni yfir alla sundlaugina.....mmmmmmmm. Síðan er líka verið að bjóða 6 daga frítt í Hreyfingu, en það er bara á svo asnalegum stað.

Nú er fyrsti skóladagurinn búinn. Ég tók heilan áfanga í MH, þar sem ég átti að vera að læra á Excel, en einhvern veginn virðist sem öll sú þekking hefur fokið út úr hausnum.

mánudagur, janúar 5

Jæja, nú er fríið að verða búið........bara tveir dagar eftir :( Síðan byrja næstu próf 1.apríl (klígja!!!).

föstudagur, janúar 2

Gleðilegt nýtt ár!!!!!

Ég vil þakka Ogga og Sigrúnu fyrir frábært partí! Þetta var svolítið skrítið gamlárskvöld. Undanfarin gamlárs hef ég yfirleitt farið á Sálarballið en ég ákvað að sleppa því í þetta skipti. Engir alvarlegir skandalar áttu sér stað!