miðvikudagur, febrúar 26

Myndakvöld á morgun. Það minnir mig bara á myndirnar sem ég fékk frá Bónus. UHhhhhhhh. Pirrrrrr. Myndir af einhverjum kalli að drekka bjór á 'Italíu........en gaman. Hefði frekar viljað fá myndir af glæsilegum stelpum í Afríku. Fer aldrei með mínar filmur aftur þangað. Það verður samt voða gaman að hitta ykkur og rifja upp skemmtilegar minningar.

Fór í bíó áðan og sá voða sæta mynd. Ennþá að jafna mig............þetta er svona mynd sem maður á bara að sjá heima upp í sófa.

'I dag vann ég frá 9:15-17:15, reyndar mætti ég aðeins of seint..........þoli ekki að skafa af bílnum. 'Eg er vön að vinna frá níu til fimm, en það á eitthvað að breyta þessu þannig að ég er að vinna aðra hvora viku frá korter yfir níu til korter yfir fimm. Þegar klukkan er fimm þá er þessi korter alveg hræðilega lengi að líða!! 'Eg bara sit og horfi á klukkuna hreyfast HÆGT. Svo er bara MEGA stress að keyra heim, hoppa í tæbó fötin, troða í sig smá orku og beinustu leið í árbæjarþrek. En þetta er aftur á móti alveg ágætt á morgnanna....mmmmm....sofa korter lengur.

þriðjudagur, febrúar 25

'Eg er algjör snillingur í að klúðra þessari síðu!!!! 'Eg hef ekki hugmynd um hvernig ég fer að þessu.......??????????????

'Eg veit um fátt skemmtilegra en að vera ein að keyra og syngja úr mér lungun. Það er alveg æðislegt að hækka græjurnar í botn og syngja með, sérstaklega Sálarlög en önnur tónlist kemur alveg til greina líka. 'Eg skil ekkert í fólki sem syngur í sturtunni, þetta er alveg miklu betra!! Það er samt frekar slæmt ef fólkið í bílnum við hliðina á snýr sér í sætinu og glápir skringilega á mann. Þá er maður annað hvort byrjaður að dilla sér of mikið eða þá að rúðurnar á bílnum eru byrjaðar að hristast svolítið mikið. 'Eg mæli alveg eindregið með þessu.

'Eg er svo ánægð, ég er svo ánægð. Trallalalala. 'Eg er að fara á árshátíð 14. mars. Leikskólinn er að bjóða öllum starfsmönnunum á árshátíðina og það verður svaka partí hjá leikskólastjóranum á undan. Gaman, gaman.

Er að fara í bíó á morgun að sjá Two week´s notice.

mánudagur, febrúar 24

'Eg var búin að skrifa alveg helling hérna en arggggg, allt horfið. Hef gleymt að ýta á þennan ********** takka.

laugardagur, febrúar 22

'A fimmtudaginn fór ég á skíði með Ellu. Það var reyndar viðbjóðslegt veður og við fukum næstum því af þessu blessaða fjalli. Samt skemmtilegt að komast smá á skíði.

fimmtudagur, febrúar 20

Allir á skíði í kvöld!!!!!

miðvikudagur, febrúar 19

'Eg á eftir að breyta litnum seinna, nenni ekki að vera í tölvunni lengur...............þarf að finna e-h flottan lit.

mánudagur, febrúar 17

Váhh hvað ég er búin að vera gleymin í dag. Gleymdi að spurja yfirmanninn um sumarfríið, gleymdi að koma með skó og vafninga í tæbó, var að hita baunir í örbylgjuofninum og gleymdi þeim þar..... heilastarfsemin hefur bara tekið sér verkfall. MÍ NÍD SOMM SGÚL.

sunnudagur, febrúar 16

'Eg er gjörsamlega búin að rústa kjallaranum. Systir mín bað mig um að finna ungbarnaföt í kössum niðri og það er allt morandi í barnafötum þarna. Hversu mikið af fötum þarf eiginlega eitt pínulítið barn að nota?? 'Otrúlega krúttleg föt!! Pínu ponsu litlir sokkar, bangsímon samfestingar, kjólar.... Best að halda áfram áður en mútta fær áfall.

miðvikudagur, febrúar 12

'Eg ákvað að taka þátt í einhverjari krabba rannsókn. 'Eg er að fara á morgun í einhverja sýnistöku *glúpp*, ég hlakka ekki til. Veit eiginlega ekki út af hverju ég samþykkti að fara í þetta. Mér fannst ég vera að gera eitthvað góðverk með þessu. Það er nefnilega kannski til bóluefni gegn leghálskrabba og ég verð svona tilraunadýr. Jibbí!! En KANNSKI þarf ég að fá einhverja SPRAUTU (ohhó....). 'Eg hugsaði ekkert út í það fyrr en núna. Konurnar sem eru að reyna að fá stelpur í þessa rannsókn sleppa alveg að segja frá svona minor details. 'Eg er komin með í magann......þetta á ekki eftir að vera skemmtilegt.

þriðjudagur, febrúar 11

Fékk að vita í dag hvenær ég fæ sumarfrí. Það var annað hvort 12. júlí til 14. ágúst eða 14. júlí til 12. ágúst (man það ekki alveg :)). Gaman, gaman!! En ég er að reyna að spara :( Gengur ekki alveg nóg og vel. Langar svo að fara eitthvað til útlanda í sumar og líka að ferðast fullt á 'Islandi. MAÐUR LIFIR NÚ BARA EINU SINNI. 'Eg held að það sé bara málið. Til hvers að vera að spara?? Maður á bara að njóta lífsins!! Og hananú!! 'Eg er akkurat í fríi um verslunarmannahelgina. Jibbí. Eitthvað annað en í fyrra. Var í þrælkun þá.

mánudagur, febrúar 10

Þetta var rosa kósí helgi!! Og núna á ég bróður sem er heimsmeistari í íshockey. 'Otrúlega stolt af honum :) :) :) :)

föstudagur, febrúar 7

Þetta er smitandi!!! Þórunn er byrjuð að blogga.

Breytt plan. Fór í tæbó og það var ógeðslega gaman! Fórum í hockey. Var að deyja eftir tímann (allt of langt síðan ég mætti síðast). Það eru allir að tala um þennan Michael Jackson þátt sem var í gær. 'Eg sé bara eftir að hafa farið svona snemma að sofa. (Svo missti ég líka af Bachelor. Já, það er hræðinlegt!!).

JESSSS. ÞAÐ ER KOMIN HELGI!!!! (Bara svona ef það skildi hafa farið fram hjá ykkur).

Hæ, hó. Það er æðislegt skíðaveður. Hverjum langar á skíði? Endilega hafið samband, ef þið eruð í skíðahugleiðingum.

fimmtudagur, febrúar 6


Ella er byrjuð að blogga. Velkomin Ella!

miðvikudagur, febrúar 5

Váhhh hvað þetta var viðbjóðslega erfiður vinnudagur. ´Eg held að ég leggist bara í dvala núna. 'Eg vaknaði með nefstíflu upp í heila!! Fínt að þessi dagur er búinn.

þriðjudagur, febrúar 4

Ég var næstum því búin að vera í sólarhring á leikskólanum í dag. MJÖG SORGLEGT!! Mætti kl.9 í vinnuna og var á fundi til kl.20. Var búin að fá frekar mikið nóg af þessum stað. Konurnar á leikskólanum buðu mér (og Haffa meira að segja líka) að gista á leikskólanum, en mér leist nú ekkert mjög vel á það. Gott að vera komin í annað umhverfi :) Það voru allir að fara í fiskisúpu á eftir fundin og þær lofuðu að geyma smá fyrir mig. Finnst ykkur þær ekki yndislegar?

'Eg get verið eins mikið í tölvunni og ég vil núna. Jibbí! Bróðir minn er farinn til útlanda. Yfirleitt þarf ég að nota ýmsar aðferðir til þess að komast í tölvuna. Bróðir minn er nefnilega tölvusjúkur. Hann er húkkt á Counter-strike og er alltaf að ,,skrimma",þá kemst ég ekkert í tölvuna :( Hann er nýbúinn að vera úti og núna er hann að fara aftur. Þetta er ótrúlega ósanngjarnt. 'Eg þarf að stofna landslið í tæbó, þá gæti ég bara verið í útlöndum.

sunnudagur, febrúar 2

'Eg fór í keilu í gær og tapaði með STÆL!!!! 'Eg held að mér hafi bara aldrei gengið svona illa í keilu áður. En ég var fljótt búin að gleyma keilunni, því það var rosa stuð á Hverfisbarnum. Við tjúttuðum stanslaust í þrjá klukkutíma.

laugardagur, febrúar 1

Alltaf þegar ég horfi á þessa handboltaleiki þá tapa 'Islendingar. Það er samt alltaf svo lítill munur. 'Eg horfði á leikina við Þýskaland, Spán og Rússland...........þeir töpuðu öllum. 'Eg var alveg að fara á taugum áðan. Þessi Tjútskí-kall fór mest í pirrunar á mér. Líka markvörðurinn hjá Rússunum, hann bara varði allt! Jæja, ég held að ég þurfi að fara að róa mig eftir þetta. ANDA INN.....ANDA ÚT..... Ok. Alveg róleg núna :)

Það verður ógeðslega gaman í kvöld. Er að fara í keilu með tæ-bó liðinu. Hver veit nema maður skelli sér svo niðrí bæ. Land og synir eru á Gauknum, alltaf stuð hjá þeim :Þ Jibbí!