laugardagur, apríl 22

Jæja, þá er síðasta prófinu mínu í viðskiptafræði lokið. Prófið var frekar auðvelt þó svo að ég hafi ekki sofið nógu vel í nótt, en ég vaknaði um 6.30 þegar nágrannarnir voru annaðhvort að rífa niður vegg eða þá að barnið þeirra hafi verið að fá svakalega hávært leikfang og farið að leika sér eldsnemma í morgun.

mánudagur, apríl 17

Gleðilega páska!
Það er orðið alltof langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna.....það eru örugglega allir búin að gefast upp á að lesa þessa síðu. Annars er ég búin að vera á fullu síðustu daga. Í gær (páskadag) fór ég í tvær skírnaveislur og fengu litlu krílin nöfnin Lilja Mist og Seifur Ísak. Síðan var ég að mála íbúðina um páskana líka...það var sko kominn tími til. Á laugardaginn fer ég svo í síðasta prófið mitt í HR (þ.e. ef ég fer síðan ekki að læra eitthvað meira þar).