miðvikudagur, mars 1

Gleðilegan öskudag!

Ég fór á Hereford steikhús um helgina og ég var svolítið hissa á því hvernig pöntunin á veitingastaðnum fer fram. Fyrir þá sem hafa ekki farið á þennan veitingastað þá er það þannig að gestirnir eiga að fylla út miða sem er á borðinu og hangir penni niður úr borðinu. Ég hélt að Hereford steikhús væri svolítið fínn staður en mér fannst þetta samt draga svolítið úr fínleikanum. Mér finnst að þjónarnir ættu að sjá um þetta, en eina sem þeir gera er að taka við miðanum, koma með matinn og spurja hvernig hann smakkast. Reyndar var maturinn mjög góður og allt það....en þessi pöntunaraðferð finnst mér mjög svo asnaleg.

Þá er ég búin að koma þessu frá mér :) Annars eru allir að spurja mig núna hvernig gangi með BS-ritgerðina og svarið við því er: mjög hægt (lesist ekki kominn stafur ennþá). Nú er aðeins mánuður í skil á ritgerðinni og stressið magnast........