miðvikudagur, febrúar 22

Eftir ca. 3 mánuði verð ég búin í þessum skóla, ég er ekki alveg að trúa því. Hvað geri ég þá?

Próftaflan er komin. Ég á 3 próf eftir og eitt stykki lokaritgerð og þá er ég búin í skóla í bili. Ég hef nánast verið í skóla alla mína ævi og núna á ég bara að fara að VINNNA.

Já ég er í svaka tilvistarkreppu :)

sunnudagur, febrúar 12

Einhvern veginn tekst mér alltaf að gera eitthvað allt annað í tölvunni heldur en að læra, t.d. er ég að skrifa á þetta blogg núna. Þegar ég fer í tölvuna til að læra er svo margt annað skemmtilegra hægt að gera (hlusta á lög, lesa blogg, tala á MSN....já endalaust hægt að eyða tíma í vitleysu).


Vinnur þetta næsta laugardag?

Okei!
Hey þú, ógeðslega töff, ég er að tala við þig
Ég er Silvía Night shining in the light
Ég veit þú þráir mig

Borned in Reykjavík, hæfileikarík ekkert landsbyggðarfrík
Ég veit ég vinn fokkin úrslitin, öll hin lögin hafa tapað

Til hamingju ísland með að ég fæddist hér
Ég er Silvía Nótt og þið haldið með mér,
Eurovision nation fæ sko flog er ég kem
ég er fædd til að vinn'etta, tremma í hel!
*Töff töff töff*

Mitt lag, ógeðslega töff ekkert nineties ógeð
Það er töff, ókey, það er ekkert gay
ég er komin hér to stay.
Og hinar tíkurnar eru bólugrafnar en ég er hreinn-æ
Þið elskið mig, þið dýrkið mig en samt eitthvað svo glatað

Til hamingju ísland með að ég fæddist hér
Ég er Silvía Nótt og þið haldið með mér
Eurovision nation fæ sko flog er ég kem
ég er fædd til að vinn?etta, tremma í hel!
*Je je je!*

Ísland, Til hamingju Ísland, Til hamingju Ísland,Til hamingju Ísland,
Til hamingju Ísland, Til hamingju Ísland,
Til hamingju Ísland, Til hamingju Ísland.
Ring ring ring
Ring ring ring
Ring ring ring
Ring ring ring

Til hamingju ísland með að ég fæddist hér
Ég er Silvía Nótt og þið haldið með mér
Eurovision nation fæ sko flog er ég kem
ég fer til að vinn?etta, tremma í hel!

Til hamingju ísland með að ég fæddist hér
Ég er Silvía Nótt og þið haldið með mér
Eurovision nation ég fer fyrir þig
Rústa þessu dæmi fæ tremma-verð stig
*Töff töff töff*

þriðjudagur, febrúar 7

Það náðist að redda flestum myndunum mínum úr Flórídaferðinni, sem betur fer. En það voru samt nokkrar sem eru glataðar og nokkur skjöl sem ég fæ aldrei aftur. Því mæli ég með því, sérstaklega þið sem eruð að skrifa lokaritgerð núna, að afrita gögnin ykkar eitthvert annað (alla vega ætla ég að gera það).

Ég er búin að bæta við tveim linkum hérna til hægri. En undir Bandýnefndinni er hægt að fylgjast með bandýinu og hinum ýmsum nefndum sem er búið að koma af stað og undir HR stelpur er hægt að fylgjast með krassandi slúðri úr Háskólanum í Reykjavík.