mánudagur, janúar 30

Þoli ekki tölvur....fékk þennan svaka vírus sem henti öllu út af my documents, er því allt skóladótið og ljósmyndirnar úr flórídaferðinni horfnar. Þvílíkt pirrandi, sérstaklega þar sem þetta var svo gáfaður vírus að henda öllu út sem skiptir einhverju máli. Hann hefði nú miklu frekar mátt henda einhverju öðru drasli út. Ég get ekki gert neitt án þess að hafa tölvuna mína :(

sunnudagur, janúar 15

Ættu að vera komnar inn myndir úr Flórídaferðinni :)

fimmtudagur, janúar 5

Gleðilegt nýtt ár. Jólin og áramótin voru svolítið öðruvísi þetta árið. En það virðist sem Ameríkanar haldi ekki mikið upp á jólin og áramótin, mér finnst það reyndar ekkert passa að vera að halda jól í sól og hita. Við héldum reyndar upp á smá jól. Áramótin voru mjög ólík öðrum sem ég hef upplifað. Í stað þess að vera að frjósa úr kulda einhversstaðar í miðbæ Reykjavík á pinnahælum og pilsi var farið á flottan veitingastað þar sem þjónarnir sungu og síðan farið á hótelherbergið og horft á Saw II í sjónvarpinu. Hina dagana var verslað, legið í sólbaði, farið í skemmtigarða og borðað mikið (enda skammtanir á veitingastöðunum mjög svo stórir). Þetta er pottþétt eitthvað sem ég ætla að gera aftur einhver jólin.