mánudagur, ágúst 22

Ég er búin að vera að passa litlu frænku og kött undanfarna daga. Kötturinn hefur verið þvílíkt skrýtinn á meðan hann var hjá okkur. En hann vakti á nóttunni og svaf á daginn. Það var enginn friður fyrir honum á nóttunni því hann klóraði í svefnherbergishurðina og mjálmaði eins og brjálæðingur.
En nú er ég búin í sumarfríi og byrjaði skólinn í dag (ár eftir og tel niður....).