þriðjudagur, maí 17

Loksins er skólinn búinn. Þessi önn er búin að vera mjög strembin. Ég er búin að fá út úr öllum prófum og það gekk bara ágætlega, en ég á ennþá eftir að fá út úr verkefninu sem ég var að vinna í. En nú er bara eitt ár eftir af skóla.

Það var æðislegt að slappa af þessa helgi eftir brjálaða verkefnavinnu. En síðasta daginn unnum við til kl. 7 um morguninn. Við fórum síðan á Hard Rock og héldum upp á verkefnalokin.

Ég er komin í frekar langt sumarfrí. En ég byrja ekki í vinnunni fyrr en 6.júní.