þriðjudagur, apríl 26

Endilega prófið þennan leik. Það er hægt að fesstast í þessu í marga klukkutíma. Tilvalið fyrir t.d alla í próflestri :)

mánudagur, apríl 25

Gærdagurinn var virkilega mikill óhappadagur og mikið er ég feginn að hann er búinn. Mér tókst meðal annars að fá bolta beint í andlitið þannig að ég varð eldrauð í framan, kýla bróður minn með olnboganum og er hann nú með svaka skurð undir auganu, og einnig tókst mér að brjóta nögl (það var ekkert lítið brot sem ég er að væla yfir). Því er ég nokkuð viss um að dagurinn í dag eigi eftir að vera betri dagur.

miðvikudagur, apríl 13

Hvort er sumar eða vetur? Ég bara spyr...
Ætla að taka pásu frá próflestri í kvöld...held að marr verði nú að passa að ofreyna heilann ekki of mikið :)

mánudagur, apríl 11

Eitt próf af fjórum búið.....Mér gekk ekkert gífurlega vel. Það var maður fyrir aftan mig í prófinu sem var að borða gulrætur....HVER KEMUR MEÐ GULRÆTUR Í PRÓF? Ég var að verða brjáluð....hann smjattaði stanslaust allan tímann...arrrr.
Tölvunni minni datt í hug að bila í dag....ekki bersti tíminn....en hún er komin í lag núna...sem betur fer.

sunnudagur, apríl 10

Ég er að fara í próf á morgun, en ég held að ég sé ekkert búin að fatta það ennþá. Ég þjáðist af háu stigi athyglisbrests í gær, en mér tókst að gera allt annað en að læra. Prófin eru búin eftir rúma viku og verður það ekkert nema tóm gleði. Síðan tekur verkefnavinna við í nokkrar vikur.