miðvikudagur, febrúar 23

Smá pæling:
Ef manni er boðið tyggjó er maður þá andfúll eða er það bara kurteisi? Kannski er manneskjan við hliðan á að drepast vegna andfýlunnar og byður manni tyggjó....væri þá ekki ókurteisi að afþakka?
Þetta er bara smá pæling. Ég hef nefnilega oft afþakkað boð um tyggjó. Kannski ætti maður bara að þakka fyrir, stinga því upp í sig og hugsa um manneskjuna við hliðan á.

Hvað finnst ykkur?

mánudagur, febrúar 14

Ef ég er það sem ég borða. Þá er ég pottþétt súkkulaði.

Þá er ný vika byrjuð. Ég er að fara í próf á morgun, en get ekki einbeitt mér að þessu því þetta er ekki það skemmtilegasta í heimi (mannauðsstjórnun). Annars verð ég víst að pína mig í að lesa þetta efni í allan dag :( Gaman, gaman.

Það er alveg þvílíkt mikið að gera í skólanum núna. Endalaus verkefni framundan og tóm sæla.....

miðvikudagur, febrúar 9

Gleðilegan öskudag....ég sárvorkenni þeim sem ætla að stripplast um í búningum úti í þessum skítakulda.

Ég þoli ekki hvað ég get látið litla asnalega hluti sem skipta engu máli farið í taugarnar á mér. Ég get til dæmis orðið þvílíkt pirruð þegar manneskjan við hliðan á mér er að hreyfa tærnar á fullu....hvernig er hægt að láta svona asnalega hluti fara í taugarnar á sér??? Já, þetta er erfitt líf :)