mánudagur, desember 20

Þetta jólafrí hefur gert mig svo lata. Ég vakna aldrei fyrr en einhvern tímann eftir hádegi. Síðan er dagurinn bara allt í einu búinn. Annars var ég að komast að því að þættir sem heita ,,Lost" eru algjör snilld. Mæli með þeim ef þið hafið ekki séð þá.
P.S. Ég er búin að láta inn nokkrar myndir frá því um helgina.

laugardagur, desember 11

Það eru 13 dagar til jóla....

......og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við sjálfan mig í þessa 13 daga. Ég er ekki að vinna, ég er búin að liggja í leti í nokkra daga og er svona bráðum að fá leið á því, ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafir. Já, það er erfitt að vera í jólafríi.

miðvikudagur, desember 8

Það er þvílíkur lúxus að vera búin í prófunum. Núna er ég komin í jólafrí og eina sem ég þarf að gera er að liggja í leti og versla jólagjafir (ekki er það nú slæmt :) ).

miðvikudagur, desember 1

Nú er síðasta prófið á laugardaginn....það verður æðislegt þegar þetta er búið. Ég er búin að vera lesa alla daga núna og mér er búið að takast að koma helling af dóti í hausinn á mér. En það er búið að vera DRULLU leiðinlegt.
Ég hef ákveðið að ég mun gera fullt skemmtilegt um jólin (það verður ekki lært!).