fimmtudagur, ágúst 26

Ég er að drepast í öllum líkamspörtum og er mjög bækluð í dag.

Annars horfði ég á mjög sæta mynd í gær sem heitir 13 going on 30. Þetta var alveg ágætis skemmtun.

mánudagur, ágúst 23

Skólinn er byrjaður og ég var að kaupa bækur fyrir hellings af peningum (hefði miklu frekar vilja skreppa í kringluna og kíkja á föt).

Sumarið er búið að vera mjög fínt. Það var bara allt of stutt..... Ég ætlaði að gera miklu meira í sumar (fara í aðra útilegu, fara oftar í bandý, fara á línuskauta, labba upp Esjuna, liggja í sólbaði, halda partí og fleira). En þetta er það helsta sem ég gerði í sumar:
Flutti, fór á Vestfirði , vann mikið, fór alla leið til Egilsstaða, fór í sumarbústað, fór á hestaleigu. Þetta er fyrsta sumarið í langan tíma sem ég fer ekki til útlanda og mér finnst eins og ég hafi ekki gert neitt í allt sumar :(