mánudagur, júlí 5

Ég fór að sjá gjörning um helgina....já ég er bara orðinn alveg rosalega menningarleg! Það var bandarísk kona sem klessti bílnum sínum (sem var dulbúinn sem háhyrningur) á fullt af sjónvörpum. Við fórum fyrst á föstudaginn en þá var hætt við vegna þess það þurfti eitthvað leyfi fyrir þessu og löggan stoppaði allt af. En síðan á laugardaginn fengum við að sjá þennan svaka gjörning. Ég átti reyndar von á eldi og slökkvutækjum en síðan var þetta ekkert rosalegt. En hugmyndin var samt alveg stórfurðuleg.