fimmtudagur, apríl 29

Það eru búnar að vera mjög skrautlegar umræður í verkefnavinnunni í dag um tantra, kynlíf foreldra (fólk yfir 40), snyrtingar.....ætla samt ekkert að fara nánar út í þetta ;) Já, við tökum þessari verkefnavinnu mjög svo alvarlega eða þannig.

þriðjudagur, apríl 27

Langar ekki einhverjum að vera aukaleikari í kvikmynd með mér??

Foreldrar mínir eru að fara að byggja. Þau eru búin að velja hús, lóð og allt. Það er ekkert herbergi fyrir mig!!!! Ég held að það sé verið að gefa eitthvað í skyn.....

Fór að heimsækja systur mína í gær. Hún var að fá sér pínu lítinn kettling. Hann heitir Beauty þar sem að hann er með beauty-blett. En aumingja kötturinn skalf allur í gær því hann er svo drullu hræddur við litlu frænku mína (sem tekur köttinn upp á hálsinum og sveiflar honum til og frá).

föstudagur, apríl 23

Jæja, það er loksins komið sumar. Ég er búin í prófum og verð að vinna verkefni í skólanum næstu vikur. Svo er maður bara að bíða eftir að fá út úr prófunum. Er búin að fá úr Þjóðhagfræði og er bara nokkuð ánægð með það.

fimmtudagur, apríl 15

Ég er að fara í hryllilegt próf á morgun :( Ég verð fegin þegar það er búið. Ég þyrfti helst að læra í alla nótt til þess að skilja eitthvað í þessu, en þar sem að ég drekk ekki kaffi, þá veit ég að það á ekki eftir að takast.

þriðjudagur, apríl 13

Sem betur fer eru páskarnir búnir. Ég er búin að hafa það rosa gott yfir páskana og borðaði allt of mikið súkkulaði. Hér eru málshættirnir:

,,Settu ekki kommu þar sem samviskan segir þér að eigi að vera punktur"
,,Leiðir verða langþurftarmenn"
,,Hjálpa, svo þér verði hjálpað"
,,Ástarhugar oftast saman rata"
,,Ánægja er auði betri"

Gleðilega páska!

Ég átti ekkert von á því að fá páskaegg þar sem ég er að verða svo drullu gömul. En síðan fékk ég eitt svaka gómsætt og ég þurfti meira að segja að hafa mikið fyrir að leita.

föstudagur, apríl 9

Ég skrapp út úr bænum eftir prófið á þriðjudaginn. Við ætluðum að skella okkur á vélsleða, en síðan var veðrið ekki alveg að standa sig þannig við hættum við. En það var samt mjög fínt að komast út úr bænum. En nú er próftörnin byrjuð hjá mér; eitt próf búið og þrjú eftir. Næsta próf er í upplýsingatækni. Nú verður (vonandi) bara legið yfir bókunum og að sjálfsögðu borðað fullt.

laugardagur, apríl 3

Þetta er það sem gert er í tölvunarfræði í HR. Hehe....

Núna er skólinn búinn og prófin framundan. Það verður spennandi að vita hvort ég verð ennþá heil á geði 19. apríl (en þá er síðasta prófið). Annars er ég frekar róleg ENNÞÁ og kíktum við í heimsókn í gær til Unnar. Ég hafði bara ekki séð hana í langan tíma. Síðan litum við aðeins á Hildi og strákana hennar og auðvitað tók hún nokkur spor fyrir okkur :) En þegar maður er í prófum verður maður pínu einhverfur í kringum öll þessi blöð þannig að ég varð að fara út og tala við annað fólk.

Ég er ótrúlega ánægð með að MR hafi ekki unnið Getu Betur þetta ár (þó svo að Verzló hafi tekið þetta).