þriðjudagur, desember 30

Ég sá myndina LOVE ACTUALLY. Þetta er æðisleg mynd! og ég mæli með því að allir sjái hana (allavega allar stelpur/ konur).

mánudagur, desember 29

Það er ófært í dag :( Það er ekki einu sinni hægt að horfa á sjónvarpið, það er allt ruglað. Hvað á ég að gera í alllllllllan dag?

Ég er annars búin að hafa það mjög gott yfir jólin, nema kannski á þorláksmessu, þegar staur réðst á mig :(. Ég er búin að borða fullt af góðum mat, fara í matarboð og borða meira af góðum mat. Ég er allavega ekki búin að svelta þessi jól. Ég fékk helling af flottum jólagjöfum. Frá fjölskyldunni fékk ég í fartölvunni minni, síðan fékk ég sléttujárn, skartgripaskrín, húfu, trefil, vettlinga, krem, pils, jólaskraut, styttu, og síðan fengum við Haffi saman hraðsuðuketil og straujárn.

Annars er ég bara að jafna mig eftir snjóbrettaferðina í gær..........það er svolítið vont að þurfa að henda sér út úr lyftunni :( Ég er öll lurkum lamin eftir þetta, en það var samt mjög skemmtilegt.

Ég nýt þess út í ystu æsar að vera í jólafríi.


Gleðileg jól

miðvikudagur, desember 24

Gleðileg jól elskurnar mínar!!

föstudagur, desember 19

Ég á eftir að gera svo mikið fyrir jólin. Ég er að vinna alla daga frá eitt til tíu. Ég á eftir að kaupa jólagjafir, skrifa jólakort........VONANDI VERÐUR ENGINN FÚLL EF ÉG NÆ EKKI AÐ SENDA JÓLAKORT.

þriðjudagur, desember 16

Hérna er svolítið sniðugt sem ég fann á netinu:

Þegar þú ert í bíói

Vertu í enda raðarinnar og vertu alltaf að standa upp til að fara fram og labbaðu fram hjá öllum á láttu þá standa upp fyrir þér svo þú komist!

Ef þú ert efst kastaðu einakrónum niður í salinn

Öskraðu ,,poppstríð” og hentu fullt af poppi

Ef þetta er sorgleg mynd gráttu þá um öxl ókunnugs manns við hliðina á þér

Ef þú hefur séð myndina talaðu þá hátt með

Hoppaðu upp þegar e-ð fyndið eða flott gerist

Hlæðu MJÖG hátt

Heltu smá gosi á manninn/konuna fyrir neðan þig og ef hún/hann lítur við bentu þá á þann sem situr við hliðiná þér

Farðu í hvísluleik

Þegar þú labbar á sviðinu fyrir framan tjaldið þykistu detta og farðu að gráta í plati

Spurðu um smokka í sjoppunni, ef þú færð hann hlauptu þá inná klósett og segðu ,,Anna, ég fékk hann!!!”

Taktu með þér prumpublöðru og sestu á hana, eða settu hana í næsta sæti í hléinu

Sníttu þér á gólfið

Settu ekki símann á silent heldur LOUD

Segðu upphátt hvað gerist næst

Taktu með þér kodda og sæng inní bíóið.

Stattu á sviðinu og öskraðu ,,i am the new ruler!!!”

Farðu með skopparabolta og bombaðu honum eitthvert niður í salinn

Taktu mjög mikið af sessum og sestu þar sem margir eru fyrir aftan þig

Dansaðu á sviðinu í hléinu

Feldu gosið hjá manneskjunni sem situr við hliðiná þér

Spurðu í sjoppunni hvort þú megir fá 50% afslátt því þú borgaðir fullt verð fyrir miðann


Eitthvað sem strákar myndu aldrei segja. . .

1. Svakalega er Tom Cruise ýkt sætur !

2. Neibb... mig langar ekki í annan bjór, ég tarf að vinna á morgun!

3. Mér finnst loðnir rassar sexy!

4. Æææ... hún er eiginlega með of stór brjóst!

5. Stundum langar mig bara að halda utan um hana!

6. Ég fæ oft standpínu þegar ég horfi á Opruh Winfrey!

7. Audvitad.. ég dýrka að vera með smokk!

8. Vid höfum ekki farid í verslunarferd lengi! Drífum okkur í kringluna og ég skal halda á veskinu þínu!

9. Til fjandans med Enska boltann... horfum á gamla Melrose Place þætti!

10. Klukkan er svolítið margt... klæddu þig aftur í fötin og ég skal skutla þér heim!

11. Heyrdu elskan, ég er að fara í búðina á ég að kaupa túrtappa eða dömubindi fyrir þig?

12. Hvar er rauða serían, bækurnar mínar?

13. Er hægt að fá einhverja skyrtu í stíl við þessar buxur?

14. Mér finnst frábært að skokka, en ég hef bara ekkert í við þig elskan mín...

15. Ég ætla að kaupa mér Yaris... þeir eyða svo litlu !

16. Ég er með alltof stóran rass....

17. Allt í lagi... ég skal sofa á blauta helmingnum...

18. Ég veit að þú varst að totta mig... en mig langar svo að kyssa þig!

19. Ég er kominn með leid á bjór... ég ætla að fá mér trópí!

20. Eru tengdó að koma í heimsókn aftur ? ÆÐI !!

21. Það er alltof mikid af nektaratriðum í þessari mynd !

22. Ohhhh!!!... við erum að verða of sein í kirkju !

23. Neihh... mig langar ekkert til að sjá brjóstin á systir þinni!

24. Í guðanna bænum farðu í nærföt kona!

Ef þú vilt gera eitthvað af þér eða bara einfaldlega hleypa barninu út í smá tíma þá geturu m.a. gert eitthvað af eftirfarandi!!! :)

1. Farðu inní raftækjaverslun og stilltu allar vekjaraklukkurnar þar svo að þær fari í gang á 5 mínútna fresti.

2. Ferð inn í einvherja verslun og þegar starfsmaður býr sér að þér og býður þér aðstoð, farðu þá að grenja og segðu ,,Afhverju getur fólk ekki bara látið mig í friði?"

3. Horfðu beint í öryggismyndavélina í versluninni og notaðu hana eins og spegil á meðan þú borar í nefið.

4. Þegar þú handleikur beitta hnífa í búsáhaldaverslun spurðu þá starfsmann hvort geðlyf séu seld í búðinni.

5. Feldu þig í fataslám í fataverslunum og þegar fólk skoðar föt, stökktu þá fram og segðu hátt ,,Veldu mig .. veldu mig!"

6. Þegar tilkynning hefur heyrst í hátalarakerfinu taktu þá um höfuðið og segðu ,,Oh, þessar raddir aftur....."

7. Farðu inn í mátunarklefa og kallaðu hátt ,,Hey, það vantar klósettpappír hér...."

8. Farðu inn í verslun, eða labbaðu niður Laugarveginn og vertu med kælitösku sem á stendur stórum stöfum: "Mannshöfuð".

9. Farðu inn í lyftu og þegar fólk er inní henni gerðu eftirfarandi: A) Grettu þig um leið og þú lemur þig í höfuðið. Muldraðu svo: "Æ, þegiði þarna öll. ÞEGIÐI!" B) Opnaðu rifu á skjalatöskuna þína eða handtösku, kíktu þar inn og hvíslaðu nægilega hátt til að hinir heyri: "Ertu med nóg loft þarna inni?" C) Stattu þögul(l) og hreyfingarlaus í horni lyftunnar með andlitið upp að vegg. D) Þegar lyftan er að nema staðar á hæðinni þar sem þú ætlar út, taktu þá æðiskast og reyndu af alefli að opna dyrnar med höndunum. Vertu svo vandræðalegur á svipinn þegar dyrnar opnast af sjálfu sér. E) Hallaðu þér upp ad næsta manni eða konu og hvíslaðu: "Bókasafnslöggan er á leiðinni!" F) Heilsaðu öllum innilega með handabandi sem koma inn í lyftuna. Biddu þá um að kalla þig Admírál. G) Starðu á einhvern í lyftunni, glottu fáránlega og segðu svo hátt: "Ég er í nýjum sokkum!" H) Æptu "í fallhlífarnar!" í hvert skipti sem lyftan fer niður á við. I) Starðu á einhvern í lyftunni í smá stund, og segðu síðan: "þú ert einn af ÞEIM!" Færðu þig svo eins langt frá viðkomandi og þú getur. J) Segðu "Ding!" á hverri hæð K) Teiknaðu ferhyrning með krít á lyftugólfið. Tilkynntu hinum að innan hans sé "þitt svæði". L)Vertu med teppi og haltu dauðahaldi í það. Breiddu það svo yfir höfuð þitt þegar hinir horfa á þig. M) Ef einhver kemur óvart við þig, láttu sem þér bregði ofboðslega og öskraðu af öllum lífs og sálarkröftum: "Snertu mig ekki! Snertu mig ekki!" N) Hlæðu geðveikislega í nokkrar sekúndur. Stoppaðu svo skyndilega og horfðu á hitt fólkid í lyftunni eins og þad sé eitthvad skrýtið. O) Þegar lyftan fer upp, hoppaðu þá eins hátt og þú getur. Lentu svo med miklum dynk. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum og öskradu: "Niður! Fjandinn hafi það, ég sagdi NIÐUR!" P) Skjóttu upp kryppu í einu horninu og urraðu ógnandi á þá sem koma inn í lyftuna. Q) Fitjaðu upp á nefið og þefaðu út í loftið nokkrum sinnum. Lyktaðu svo varlega af manneskjunni sem stendur næst þér. Grettu þig síðan og færðu þig eins langt frá og þú getur.

Jæja held að það sé komið nóg af þessari vitleysu í bili.......

Ég náði bókhaldi!!!!! Jeij!! Þarf örugglega ekki að fara í neitt endurtektarpróf......sjö, níu, þrettán.

Einhvern tímann þegar ég er orðin mjög stór, þá ætla ég að eignast Opel Astra........ég er að fíla mig í tætlur á þessum bíl!

laugardagur, desember 13

Í gær var ég í fyrsta sinn að keyra pakka út ein og hvert er ég send? Auðvita í Hafnafjörð, AF ÖLLUM STÖÐUM. Ég skil ekki fólk sem á heima þarna.......þetta er svo langt í burtu frá öllu. Ég var frekar týnd þarna, en núna veit ég hvar Strandgatan og fleirri götur eru :)

Það er að snjóa úti!!!! Mig langar á skíði!!

Litla frænka mín er að koma í dag frá Danmörku. Ég hef ekki séð hana í ár. Núna er hún orðin tveggja og hálfs og farin að tala fullt af dönsku.

þriðjudagur, desember 9

Af hverju getur enginn búið til jólaseríur sem virka alltaf?

Ég er búin í prófum!!!!!
Núna held ég að málið sé að koma sér í jóla-fíl.

mánudagur, desember 8

Af hverju drekkur fólk kaffi?

Þetta er eitthvað sem ég skil engan veginn. Þetta er viðbjóðslegasti drykkur sem ég hef á ævi minni smakkað og það er fólk sem drekkur þetta mörgum sinnum á dag. Sumir geta ekki vaknað á morgnanna, nema að fá sér einn eða tvo bolla.
'Eg hef prófað kaffi sem átti að vera með súkkulaði bragði en það var bara ekkert súkkulaði bragð. 'Eg hef prófað að hella fullt af mjólk í kaffi til þess að geta drukkið það, en þá verður það viðbjóðslega kalt.

fimmtudagur, desember 4

No sip or a big sip.
Words of a wit.