föstudagur, október 31

Þið megið ekki missa af Idol í kvöld!

Ég vildi að ég gæti vakið endalaust. Ég þarf alltaf að eyða svo miklum tíma í að sofa. Sumir geta vakið alla nóttina ef það þarf að skrifa einhverja merkilega ritgerð eða eitthvað svipað, en nei ekki ég. 'Eg þarf minn svefn. Ég hef reynt að drekka kaffi með súkkulaði bragði en það var viðbjóður og mjög erfitt að koma því niður. Það virkar held ég frekar að drekka fullt af pepsí, coke, eða orku. Eini gallinn er að ég vil helst halda tönnunum í mér líka.

Annars er góður svefn það besta sem til er.

fimmtudagur, október 30

Af hverju lesa tölvur ekki hugsanir??? Ætlaði að prenta út í dag.....þá prentast út á allt annari hæð.....og þetta er ekki í fyrsta skiptið.

Það er búið að hanna hjólastól sem getur lesið hugsanir (þ.e áfram, til hægri, til vinstri). Það eru örugglega brjálaðir vísindamenn að reyna að hanna tölvu sem les hugsanir, það væri rosalegur munur.

Það fer að styttast í jólin. Núna eru einungis 55 dagar til stefnu.

Veðurspáin: Snjórinn fer alveg að koma. Það á eftir að kólna meira (alla vega verður miklu kaldara í desember heldur en í október). Það gæti orðið hált, sérstaklega á kvöldin og á morgnanna. Það er best að klæða sig sem allra best.


Ein að mygla

Ég mætti ekki í próf í gær til að fara í Sóma, því að við erum að gera hópverkefni sem liggur svolítið á. Þá fá allir sem mættu 10 BARA fyrir að mæta! Ég er bara drullu fúl. Þetta er engan veginn sanngjarnt! rrrrrrrrrrr.

Þegar ég byrjaði í þessum skóla var hugarfar mitt til hópverkefna allt allt öðruvísi. 'Eg hélt að hópavinna væri einmitt mjög skemmtileg og það væri alveg tilvalið að kynnast fólki þar. Ég er komin á allt aðra skoðun núna. Ég held að þetta gæti endað í rifrildum, jafnvel slagsmálum, ef þetta heldur svona áfram.

Það er oftast bara miklu auðveldara að vinna verkefni sjálfur heldur en að vera í einhverjum hóp að vinna. Það þarf að skipuleggja hvenær á að hittast, hvað hver á að gera........bara endalaust vessen.

Það verður mikið fagnað þegar þessu verkefni lýkur.

miðvikudagur, október 29

Í dag mætti ég ekki í neinn einasta tíma :) 'Eg fór bara í Sóma-samlokur og spurði eigandann um innri markaðsetningu fyrirtækisins (fyrir verkefni sem ég er að vinna). Ótrúleg tilbreyting!

þriðjudagur, október 28

Rosalega er ég fegin að eiga ekki barn, þó svo að viss ánægja gæti fylgt því (þ.e. þegar maður er tilbúinn að leggja í það). Örugglega helmingurinn af öllum stelpunum í viðskiptafræði í HR eiga börn.

Mér finnst vera mikið að gera hjá mér í skólanum.....hvernig er það þá hjá þessum stelpum sem þurfa að fara með börnin í leikskólann á morgnanna, mæta í skólann, læra allt (sem er vibba mikið), vera mættar á leikskólann kl.16:00 svo að leikskólakennararnir verði ekki bandillir, gefa barninu að borða, versla í matinn, þvo þvottinn......og allt hitt sem þarf að gera. Hvernig er þetta hægt?? Svo verður barnið veikt og þá geta þær ekki mætt í tíma (en auðvitað þurfa þær að kunna allt sem fram fór í tímanum :) ).

Þetta er alls ekki svona hjá körlum. Þeir eignast krakka og geta stungið af til annara landa ef það hentar þeim. Þeir halda bara áfram að mæta á sínar fótboltaæfingar o.s.fr. þó svo að lítið kríli komi í heiminn sem þarf að hugsa um. Hversu ósanngjarnt er það?
Eiga börn ekki að vera jöfn ábyrgð beggja? Það þarf tvo til!!

Ég vil ekki vera einhver leiðinlegur femínisti, en þetta er bara sannleikurinn á svörtu og hvítu.

mánudagur, október 27

Núna þarf ég að bíða í heila viku eftir næsta Dawson´s Creek þætti.......HEILA viku!

sunnudagur, október 26

Hérna er hægt að lesa um Idol
og hérna er hægt að skoða Idol myndir

'Eg held að ég sé alltof alvarleg í þessu bloggi mínu. Ætti ég kannski bara að gera bull-blogg eins og flestir aðrir? Ætti ég að fara að tala um einhverja heimspekilega hluti? Verður maður ekki bara ruglaður á því að hugsa út í hluti sem maður fær aldrei svar við?

'Eg er uppí skóla og það er sunnudagur! Var líka í skólanum í gær og það á laugardegi. Hversu sorglegt er það nú eiginlega?? Já, það er frekar sorglegt. En ég er að vinna hópverkefni og mér tekst einhvern veginn alltaf að vera fyrst að mæta þó svo að ég sé ekkert að flýta mér. Þannig að ég er uppí skóla eldsnemma (fyrir hádegi) á sunnudegi að hanga í tölvunni........hvernig endar þetta eiginlega?

fimmtudagur, október 23

Mér langar svo í námslán !!!!!!! 'Eg veit að það er ekki sniðugt að fara á námslán. En það er ekki gaman að vera fátækur námsmaður...... mest pirrandi við það að vera í skóla.

Var að kaupa tölvu og þess vegna á ég engan pening.......en ég á enga tölvu heldur :( Ekki gaman. Núna er tölvan út í Þýskalandi og þar stendur einhver kall að fikta í tölvunni minni.

Annars snýst líf mitt núna um próf, verkefni og fleirri próf og verkefni..........alveg rosalega hressandi :(

mánudagur, október 20

Ég vil óska bestustu manneskju í heimi innilega til hamingju með daginn :)

sunnudagur, október 19

Mér leiðist.......nenni engan veginn að læra (þó svo að ég þyrfti þess). 'Eg var að fá út úr prófi. Ég átti von á falleinkunn en ég náði :)

'Eg fór niðrí bæ á föstudaginn og laugardaginn! Ég hitti Hildi niðrí bæ á föstudaginn, stoppaði reyndar mjög stutt. Síðan var kirkjugarðarpartí í gær. Þar var rosaleg stemming og margir létu sjá sig. Vonandi koma bara engar slæmar myndir af mér á netinu. Þoli það ekki!!!

fimmtudagur, október 16

Jæja, tími til að fara að gera e-h uppbyggilegt.......

Það eru 76 dagar til jóla.

Eru ekki allir rosalega glaðir að geta fylgst með því hvað það eru margir dagar til jóla?

Það vita nú allir að jólin er skemmtilegasti tími ársins.


Ég þoli ekki þegar ég fæ tölvupóst þar sem stendur að ef maður sendir hann til svo og svo marga þá er maður ömurleg persóna, hryllilegur vinur, hræðileg manneskja.........eða þá besti vinur í heimi, fullkomin manneskja.....blablablabla. 'Eg ætla ekki að senda þetta drasl áfram.......og er því versta manneskjan á þessari plánetu.

þriðjudagur, október 14

Í DAG ERU 78 DAGAR TIL JÓLA :)

mánudagur, október 13

Ég fór í partí hjá Steinu um helgina.....rosa gaman. Skemmtilegt að hitta alla. En síðan lenti ég á kaffihúsi að drekka heitt kakó......furðuleg lífsreynsla.

Shææææætttt!!! Ég var að skoða bloggið hennar Steinu og þar voru Steina og Rúna að tala um lokaprófin. Ég ákvað að gá hvenær lokaprófin hjá mér væru og komst að því að það er c.a MÁNUÐUR í fyrsta lokaprófið.....pælið í því!!!! Mér finnst ég vera ný byrjuð í þessum skóla. Fyrsta lokaprófið er 24.nóv......best að fara að koma þessu öllu inn í hausinn á sér.

fimmtudagur, október 9

Ég er að fara til tannsa. Hef ekki farið til tannlæknis í.......man ekki hvenær ég fór síðast..... örugglega komin tvö ár síðan. Þetta er nefnilega einn (af mörgum) hlutum sem ég fresta þangað til það er alveg nauðsynlegt að framkvæma þá :(.

mánudagur, október 6

Ég er að klikkast á þessu verkefni sem ég er að gera!!!!! Alltaf að gera sömu hlutina aftur og aftur.....held það sé verið að heilaþvo okkur.

Í dag eru 86 dagar til jóla.

sunnudagur, október 5

Það eru 87 dagar til jóla!!!!

fimmtudagur, október 2

Ég vaknaði í nótt með þennan svakalega krampa í kálfanum. Það var mjög skrítið. Ég reyndi að standa upp en gat það ekki. Ég var alveg viss um að ég væri komin með ms, blóðtappa og allt hitt líka. En það er ekkert að mér núna :) Þetta var ekkert smá skrítið. Hef aldrei lent í þessu áður.

Arrrrrrrgggg. Það er ekkert smá mikið pirrrr með þetta ************** tölvu DRASL. Já, ég er bara alls ekki sátt. Hver er tilgangurinn með fartölvu ef lyklaborðið virkar ekki? Er búin að reyna allt. Það þarf örugglega að senda hana út.......þannig að ég get ekkert notað hana strax. Ótrúlega fúllt!!