fimmtudagur, ágúst 28

Hæ, hæ. Það var voða fínt á Spáni. Rosalegur hiti.....hefði ekki lifan það af án þess að vera með allar þessar viftur sem við tróðum í ferðatöskunar. Við gerðum fátt annað en að liggja í sólbaði og slappa af....sem var bara mjög fínt. Annars er ég byrjuð í HR og ég sé fram á það að líf mitt hér eftir verði ekkert annað en BARA SKÓLI. Það er bara fyrsta vikan (sem á að vera mjög róleg og auðveld) og ég næ ekki einu sinni að gera allt sem ég þarf að gera.

'Eg er alveg til í partí hvort sem það verður hjá Steinunni eða Hildi!!

miðvikudagur, ágúst 6

Það eru bara þrír dagar þangað til ég fer út til Costa Brava!!! (þar af tveir vinnudagar).

föstudagur, ágúst 1

Rosalega öfunda ég alla sem eru að fara til Eyja!!!

'Eg var að heyra sögu um stelpu sem að var að koma frá útlöndum í kringum 20. ágúst í fyrra. Það var svo mikill vindur að flugvélin gat ekki lent í keflavík og þurfti að fara til Egilsstaða. Þar fóru allir úr vélinni og inn á flugvellinn. Enginn mátti fara neitt og það voru allir að drepast úr hungri. Eftir nokkuð langa bið á Egilsstöðum lagði flugvélinn aftur af stað. Þá hafði veðrir eitthvað skánað og flugmanninum tókst að lenda flugvélinni. Alltaf gott að heyra svona sögur :)