miðvikudagur, júlí 30

'Eg fór í morgun til þess að láta stinga mig.....út af þessari rannsókn sem ég er í. 'Eg gat ekki hugsað um neitt annað en fear factor þáttinn sem ég horfði á í gær. Ojjjj hvað það var viðbjóðslegt. Það var verið að stinga alveg fullt, fullt af nálum í fólkið. Þetta fólk gerir hvað sem er fyrir peninga. Borðar líka ógeðslega skríðandi, hvíta, slímuga orma.

Það er búið að vera drullu leiðinlegt veður í dag! Það eru allir úr kirkjugarðinum að fara að spila fótbolta eða horfa á hann. Gufunes kirkjugarður er að fara að rústa Fossvogs kirkjugarði. Það er búið að vera ótrúlega gaman í vinnunni í dag. Við erum bara búin að vera fíflast í allan dag. Það mætti halda að ég ynni á leikskóla. Við vorum að reyna að fella hvort annað í allan dag. Trikkið var að fara á fjórar fætur fyrir aftan einhvern (án þess að hann tæki eftir því) og einhver annar ýtir honum þannig að hann dettur. Þetta virkaði ótrúlega vel í fyrsta skiptið en svo voru allir á varðbergi það sem eftir var af deginum.

mánudagur, júlí 28

Kann einhver að baka marensköku????

Við fórum í útilegu um helgina. Planið var reyndar að hafa þetta fjölmennari útilegu, en þetta endaði með því að við vorum bara 5 sem fórum. Það var samt voða fínt. Núna veit ég allt sem ég þarf að vita um spítala.

þriðjudagur, júlí 22

Ætla ekki allir að koma í útilegu næstu helgi??

Það eru bara allir að fara til útlanda í ágúst!!! Jeijjj!

'Eg var ekkert smá dugleg á föstudaginn. 'Eg fór með Haffa, Gunna, Oddgeiri og Sigrúnu á línuskauta. Við línuskautuðum næstum því stanslaust í 2 klukkustundir! Það var mjög gaman.

fimmtudagur, júlí 17

Bróðir minn var að koma frá útlöndum og hann keypti alveg fullt fullt af nammi og geymir það fyrir framan mig. Ekki gott. En hann breyttist ótrúlega mikið þarna úti. Hann er búinn að kaupa fullt af fötum og orðinn algjör chokkó (hann er sko að fara í Versló).

sunnudagur, júlí 13

Fór á írska daga á Skaganum í gær. Það var bara rosa fínt. Mamma á einhver skyldmenni þarna og við hittum einhvern pínu ponsu lítinn mann (hann var minni en mamma!). Það er ótrúlegt hvað ættin hennar mömmu er lítil. Mér brá ekkert smá þegar ég fór einu sinni með mömmu að heimsækja frænku mína á elliheimili (hún var mjög lítil......en kannski hafði hún minnkað aðeins með aldrinum). Það er samt örugglega fínt að vera lágvaxinn. Það er ábyggilega miklu betra en að vera mjög hávaxinn.

föstudagur, júlí 11

Það var æðislegt veður í dag! Eina sem ég þurfti að gera var að kvarta undan þessu.

fimmtudagur, júlí 10

Það getur verið svo leiðinlegt í þessari vinnu sem ég er í. Það er búið að vera rigning í allt sumar næstum því. 'Eg er nánast ekkert búin að komast úr mínum pollagalla í allt sumar! Hvenær kemur sumarveðrið eiginlega? Stundum er vinnan svo tilgangslaus-> að reyta arfa og klippa gras er frekar mikill gleðispillir (þetta drasl vex strax aftur, um leið og maður snýr sér við er þetta allt komið aftur). En ég verð að tóra þetta út (ég tel dagana). Þarf nefnilega illilega á peningnum að halda. Þetta eru samt ágætis krakkar sem ég er að vinna með.

þriðjudagur, júlí 8

Það er virkilega einhver sem vill kaupa bílinn minn! En það er eitt ótrúlega asnalegt. 'Eg er ekki skráður eigandi á bílnum (mamma er skráð fyrir honum þar sem að ég var ekki orðin 18 þegar ég keypti hann). Þetta gæti verið smá vesen, þar sem að foreldrar mínir eru útí sveit. 'Eg get örugglega ekki selt bíl nema að vera skráð fyrir honum.

'Eg kíkti líka á tívolíið um helgina. 'Eg get ekki beðið eftir því að komast út. Er að fara til Costa Brava eftir mánuð!! Það verður ljúft. Liggja í sólbaði, fara í tívolí, versla, versla, versla, liggja í sólbaði.........og besta við þetta allt saman er að ég þarf EKKERT að vinna.

Um helgina ákvað ég að grilla. Grillið hérna er eitthvað bæklað. Það er nefnilega þannig að takkinn sem á að láta eldinn koma er eitthvað bilaður. Þannig að ég þurfti að kveikja einhvern veginn í grillinu og það voru ekki til eldspítur. Mér tókst á endanum að kveikja í fréttablaði (sem var ekki auðvelt því það var svolítið mikið rok). 'Eg reyndi að troða því á milli grill rimlanna en það kom þessi rosa eldur. 'Eg varð alveg skíthrædd og skellti grilllokinu niður. Síðan var grillið opnað aftur og logandi fréttablað fauk út um allan pall. En sem betur fer urðu engin alvarleg slys og kjötið var alveg ljómandi gott.

fimmtudagur, júlí 3

Bróðir minn fór til Danmerkur í gær. Jeij, þá kemst ég í tölvuna! 'Eg er að deyja úr harðsperrum. Hvert einasta skref í vinnunni var sársaukafullt. 'Eg fór í einhvern kerlingartíma í gær og komst að því að ég þarf virkilega að hreyfa mig meira. Annars er mest lítið að frétta af mér. Alltaf dauðþreytt eftir vinnuna.