föstudagur, maí 30

Var að hætta í leikskólanum í dag. Mjög sorglegt!!! :( Allir sungu hræðilega sorglegt lag fyrir mig.........,,Eva er að hætta í dag, bless bless og gangi þér vel......" uhhhhuhhh. Þá eru það kirkjugarðarnir á mánudaginn.

mánudagur, maí 26

Eru ekki allir til í annað partí næstu helgi??

'A bara eftir að vinna 3 daga á leikskólanum :(

'Eg fór í stúdentspartí á föstudaginn og enduðum niðrí bæ. Síðan var Eurovision-partí hjá Steinu og Ásgeiri sem var ótrúlega skemmtilegt. Til hamingju með litla kotið!!! Við hefðum samt alveg mátt sleppa því að fara niðrí bæ því það voru alls staðar biðraðir hvert sem maður fór. Ekki hægt að komast neins staðar inn og þurftum að bíða alveg heil lengi eftir leigubíl (ekki það skemmtilegasta sem hægt er að gera :( ). Annars er ég að brjálast á bíldósinni sem ég á.........arrrrgggg.

miðvikudagur, maí 21

Það er búið að vera allt of mikið að gera hjá mér undanfarið. Erum búin að vera öll kvöld núna í íbúðinni sem við vorum að kaupa. Það þurfti að laga allt rafmagnið í henni og flytja allt dótið inn. Hún er líka orðin algjört æði!! Það er bara verst að allir sem ætluðu að leigja hana eru búnir að afpanta.

laugardagur, maí 10

'Eg fór í Bílanaust í morgun til þess að kaupa dót til þess að laga ryð á bílnum mínum. Mér leið ekkert smá asnalega inni í þessari búð. 'Eg hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara að kaupa. 'Eg byrjaði á því að taka númer og ég sagði afgreiðslumanninum hvað ég væri að fara að gera. Hann lét mig hafa allt dótið sem ég þurfti, en ég þurfti að fara annað til að kaupa málningu á bílinn. Til þess að kaupa þessa málingu þarf eitthvað sérstakt númer. Þannig að ég fór í búðina og spurði afgreiðslumanninn hvar í bílnum þetta númer væri. Hann sagði að þetta væri rétt hjá ,,grlgrlgrl" (eitthvað óskiljanlegt orð). Síðan sagði hann.....já, fyrir aftan vélina.......fyrir neðan rúðuþurkurnar. 'Eg fór út að leita að þessu númeri og kom inn aftur með eitthvað númer sem ég hafði fundið á einhverju skilti inn í bílnum og ég spurði manninn hvort þetta gæti verið rétta númerið. Hann brosti bara og spurði hvort hann ætti ekki bara að koma út og skoða bílinn fyrir mig. 'Eg var loksins búin að fá allt dótið til þess að shæna bílinn minn og tilbúin að fara að pússa. Þegar ég var fyrir utan að pússa bílinn stoppar einhver bláókunnugur maður og segir við mig ,, Þetta líst mér á. Kvennfólkið bjargar sér".

fimmtudagur, maí 8

'Eg hef miklar áhyggjur af litlu frænku minni. Systir mín og fjölskyldan hennar býr í Danmörku og litla frænka mín, sem er tveggja ára, er að byrja að tala. Hún talar alveg út í eitt, en enginn skilur aumingja barnið. Engin veit hvort hún er að tala íslensku eða dönsku. Versta við þetta allt saman er að hún talar meiri dönsku en íslensku :(

'Eg fékk inngöngu í Háskólann í Reykjavík. Jei!!! Þannig að næsta haust (eða næstu ár) verð ég bara á kafi í bókum. 'Eg hlakka samt dálítið til að kynnast nýju fólki og fara í vísindaferðir. 'Eg er reyndar mjög fegin að vera ekki í prófum núna. Þeir sem eru í prófum fá alla mína samúð.

'Eg átti afmæli í gær!!! Það mundu órtúlega margir eftir mér! Takk fyrir það. Dagurinn í gær var MJÖG erfiður í vinnunni, en allt skánaði það þegar ég kom heim og fékk að hlusta á mömmu og systir syngja afmælissönginn :). Þar sem að allir vita að við vorum að kaupa íbúð, voru afmælisgjafirnar frekar einhæfar; ristavél (,,brauðrist"), samlokugrill, kaffikanna, eldfastmót. Allt mjög nytsamar gjafir. 'Eg fékk líka afmælisköku (sem er búin núna :( ). Þarf samt að halda upp á afmælið seinna og bjóða vinum.......kannski bara í nýju íbúðinni eða bara hérna heima.

þriðjudagur, maí 6

'Eg hef ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Fékk einhvern ömurlegan tölvuleik frá framsóknarflokknum, en sjónvarpsauglýsingarnar þeirra eru ótrúlega flottar. Maður þarf að fara að pæla eitthvað í þessu og lesa alla bæklingana.

sunnudagur, maí 4

'Eg fór á kynningu í Háskólanum í Reykjavík. Þar komst ég að því að það eru bara helmingur eða 1/3 af þeim sem sækja um sem komast inn í skólann. **Glúpps** VERÐ AÐ KOMAST INN. Maður átti víst að sýna rosalegan áhuga á skólanum í umsókninni. 'Eg fyllti nú bara út í reitina og skildi reitinn neðst niðri eftir auðan þar sem stóð ,, aðrar athugasemdir" eða eitthvað álíka. 'Eg og Haffi vorum líka að kaupa æðislega íbúð rétt hjá þessum háskóla. Rosalega væri það nú fúllt að komast ekki í háskólann og búa nánast við hliðina á honum. Get ekki beðið eftir að fá svar........................