mánudagur, mars 31

Helgin var bara mjög skemmtileg. Gerði margt til þess að lífga upp á tilveruna. Fór á djammið, í fermingarveislu og að spila. 'Eg hélt að Kaffi List væri gamlingja staður, en komst að því um helgina að það er líka ungt fólk þar (eða ,,krakkar" á mínum aldri).

Jámm, ég þarf kannski að fara að skrifa eitthvað hérna. Tíminn er bara svo ótrúlega fljótur að líða. 'Eg er kannski bara orðin svona gömul!!!! Alltaf að tala um hvað tíminn er fljótur að líða. Ungt fólk bíður alltaf eftir því að tíminn líði, en gömlu fólki finnst tíminn fljúga áfram. JÆKS, SMÁ ÖLDRUNAREINKENNI AÐ KOMA Í LJÓS. Það er hræðilegt að verða svona gamall!!! Er bráðum að verða 21.........svo bara 22, 23,24,25............hvar endar þetta eiginlega? 'Eg man eftir því þegar ég var lítil, þá fannst mér fólk sem var 20 ára bara frekar gamalt. Krakkar eru alltaf fyrstir til þess að taka eftir ellinni. 'Eg fékk einu sinni SJOKK þegar lítill strákur úti á götu kallaði mig konu....ég var bara stelpa, EKKI KONA!!! Maður verður bara orðin kerling áður en maður veit af.

'Eg er búin að vera á fullu að skoða íbúðir.....sem er ótrúlega gaman. Skoðaði eina pínu litla tveggja herbergja íbúð og fólkið var með þrjá ketti og einn hund!!! 'Eg bauð í hana og fæ kannski eitthvað svar á morgun (sem er 1. apríll !!!).

sunnudagur, mars 23

Helgin er alveg að verða búin.....uhhu *grát*grát*. 'Otrúlega eru helgarnar alltaf fljótar að líða.

Var bara mjög róleg þessa helgi.....eins og allar hinar. EKKERT DJAMM :( . Þarf að fara að taka þetta rækilega út næstu helgi!! Er reyndar að fara í óvissuferð með leikskólanum 5. apríl.

'Eg var í fermingarveislu áðan, sem er kannski ekki frásögu færandi nema það að stúlkan sem var að fermast stóð uppi fyrir framan alla gestina og söng í míkrafón........æðislegt hjá henni að þora þessu!!!!

þriðjudagur, mars 18

Híhí!!! Systir mín var að segja mér svolítið skemmtilega sögu. Hana var að dreyma að við hefðum verið að flytja á sama tíma. Hún flutti til Svíðþjóðar, en ég til 'Isafjarðar.....haha....dálítið fyndið. Hún hafði rosalegar áhyggjur yfir því að ég vildi endilega panta gám til að flytja allt dótið mitt, en ég þurfti bara sendiferðabíl. Þannig að ég var að eyða alveg fullt af pening í einhvern gám sem ég þurfti ekki.

Er búin að vera að skoða einhverja draumaráðningabók, var að vonast eftir því að þessi draumur myndi bara segja mér allt um mína framtíð :) .....finn ekki flutningar, flytja, gámur.....það er ekkert í henni. Vonandi er þetta allt bara fyrir góðu.

'Eg kann ekki að spara!!! Kann einhver góða aðferð??

mánudagur, mars 17

'Arshátíðir eru ekkert nema VESEN. Mánuðum áður er byrjað að spyrja mann í hverju maður ætlar að vera í.......ég pæli ekkert í því fyrr en nokkrum dögum áður....EKKI NOKKRUM MÁNUÐUM ÁÐUR!!!!! Helst þarf maður að kaupa einhvern svaka kjól, fara í klippingu og hárgreiðslu, láta laga á sér neglurnar, og fara í föðrun........allt fyrir eitt kvöld.

En árshátíðin var nú alveg ágæt. Fyrst var alveg endalaus matur og fullt af skemmtiatriðum og síðan dansíball. Mér leið samt svolítið eins og ég væri komin á ball með ömmum og öfum (smá elliheimila-fílingur). Mér brá ekkert smá þegar allir fóru að dansa samkvæmisdansa.

fimmtudagur, mars 13

Hún á afmæl íííííí dag...... hún á afmæli hún Eva Ösp.......hún á afmæl ííííí dag.....

'Arshátíðin er á morgun!!! Það VERÐUR að vera ógeðslega gaman.

Allir að muna eftir síðasta Bachelor þætti!!!!! Mjög spennandi.

miðvikudagur, mars 12

Dagurinn byrjaði ekki vel. Vaknaði krumpuð, dreif mig í vinnuna, tók í hurðarhúninn á leikskólanum...........................og það var viðbjóðslegt krem á hurðahúninum..............rrrrrrrrrrr það er hrekkjavika. Lenti samt ekkert illa í því miða við suma.............en það er reyndar ennþá bara miðvikudagur.

þriðjudagur, mars 11

Bíllinn minn er algjört æði!! Besti bíll í heimi. Já hann komst í gegnum skoðun. Hann var í viðgerð og nú þarf ég rétt að snerta bremsuna og þá bremsar bíllinn bara.

mánudagur, mars 10

ELLA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!!

Núna er bara að velja Háskóla 'Islands eða Háskólann í Reykjavík. Viðskiptafræði / Lögfræði???????????????????????????????

laugardagur, mars 8

Veit einhver af hverju það eru komnar tvær auglýsingar????????

Er búin að vera að kafna inni í búðum í allan dag. Fór í Kringluna.....í Smáralindina....og aftur í Kringluna. 'Eg keypti líka alveg fullt af dóti.....gaman, gaman. En veit samt ekki í hvaða fötum ég á að fara í á árshátíðina (föstudaginn 14).

Kettir

'Eg hef alltaf haldið að kettir væru saklaus dýr, en nýlega hef ég heyrt sögur um hið gagnstæða. Hugmynd mín af köttum hefur alltaf verið; þetta eru róleg dýr sem finnst gott að kúra og gera ekki neitt (nema kettlingar). Um daginn var ég að heyra sögur um kisur sem koma heim með mýs..........sumar lifandi. Einu sinni var maður sem leyfði kettinum sínum að sofa upp í hjá sér á næturnar.......og einn morgun vaknaði hann við eitthvað sem var að hreyfast í rúminu........það var mús.

Brabra

'Eg hef líka alltaf haldið að fuglarnir á tjörninni væru góð dýr. En þessir fuglar ráðast víst á fólk. Það var einu sinni gamall maður sem sat þarna mjög rólegur á bekk og var að gefa Brabra brauð, en svo bara réðst þessi svaka svanur á hann og vildi ekki sleppa taki, þangað til kona sem var betur varin (í kraftgalla) bjargaði manninum frá þessu hræðilega dýri.

Það er djamm í kvöld.......jibbí. Mér er boðið í tvö partí.

Svo er bara háskóladagurinn á sunnudaginn. Það fer að líða að því að ég þurfi að taka stóra ákvörðun!!! 'Eg sem get ekki ákveðið í hvor paríið ég á að fara í :( Það er alltaf hægt að nota: ,,ugla sat á kvisti......" ,,úllen dúllen doff..."

'Eg held að ég gæti aldrei eignast krakka. Aðal ástæðan fyrir því er að ég dýrka að sofa. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er alveg HUNDLEIÐINLEG ef ég fæ ekki að sofa. Ég gæti aldrei vaknað morgum sinnum á nætturnar við barnagrátur og hvað þá að sleppa því að sofa út í TVÖ TIL ÞRJÚ ÁR og vera glöð með það að sofa til 9. Það er fínt að geta fengið börn bara lánuð hjá öðru fólki svona einstaka sinnum (hint, hint: þið megið alveg fara að eiga gríslinga svo að ég geti fengið þau lánuð stundum). 'Eg skil ekki hvernig sumt fólk getur átt mörg stykki (aumingja fólkið fær ekkert að sofa). 'Eg fór einu sinni til spákonu og ég var alveg í sjokki eftir á því hún sagði að ég ætti eftir að eignast TVÍBURA. Pælið í því: Tvíburar= nánast enginn svefn. Svo er líka ótrúlega dýrt að eiga börn........því maður er bara vondur foreldri ef maður er ekki með barnið sitt í íþróttum (íþróttir=forvarnir). Ef maður skildi eignast strák þá þarf hann að fara í fótbolta um leið og hann getur haldið jafnvægi. Þá þarf að kaupa takkaskó á ársfresti og allt tilheyrandi fótboltadót. Ef maður skildi eignast stelpu þá þarf hún að fara í ballett eða eitthvað svipað.
Kannski er þetta vinnan að tala. Það getur nefnilega verið dálítið pirrandi að hlusta á væl allan daginn. Suma daga get ég ekki beðið eftir að komast heim úr vinnunni (öskurdagana) þá finnst mér eins og hausinn sé að springa og þá langar mér helst bara að fara að sofa þegar ég kem heim. Hinir dagarnir geta verið algjört æði.........það sem litla fólkinu dettir í hug er alveg magnað. Það á ekki eftir að vera skemmtilegt að hætta þarna (er að fara að hætta í lok maí :( ).

fimmtudagur, mars 6

Bíllinn minn er kominn með skær grænan miða...........NOT GOOD.
Er bara búin að vera í rosa letistuði undanfarið. Búin að vera erfið vinnuvika, en næsta vika verður hrekkjuvika............það verður ekki gaman. Fólk að fela inniskóna manns og eitthvað fleira...........bara hræðileg vika ábyggilega. Það eiga allir eftir að verða paranoid eftir vikuna.