
Ég er komin í jólafrí :) Nú eru aðeins 4 dagar í flórídaferðina....ég er bara alls ekki komin í jólagýrinn enda verða svolítið skrýtin jól hjá mér. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vonandi hafið þið það sem allra best um jólin.
Jólakveðja, Eva.
Sidan hennar Evu Hrundar.
Af hverju taka nammi-sjálfsalar ekki við kortum?? Ég þarf að labba þvílíkt langt til að ná í pening en sjálfsalinn er hérna frammi með fullt af nammi í. Ekki sanngjarnt!
Eftir 18 daga fer ég til Flórída með fjölskyldunni, get ekki beðið. En fyrst verð ég að rumpa einu prófi og einni ritgerð af. Í gær fór ég á þetta fína jólahlaðborð, en ég held að ég hafi slegið met í jólahlaðborðum þetta árið, þe. ég fór tvisvar sinnum. En mér finnst þessi jólamatur ekkert æðislegur (en það er samt alveg gaman á þessu). Það ætti samt að vera til jólahlaðborð með góðum réttum eins og núðlum, pasta, pizzum, súkkulaðibúðing, og fleiru.