þriðjudagur, nóvember 29

Góðan og blessaðan daginn,

ég sit hér upp í Mogga-húsinu og læri eins og brjálæðingur. En ég byrja í prófum á morgun (þau eru að vísu bara 2) en svo byrjar heavy ritgerðarsmíði eftir það.
Ég held að ég sé komin með einhverja svefnsýki af háu stigi. En hún lýsir sér þannig að ég kem mér ekki á fætur fyrr en eftir hádegi og skiptir ekki máli hvenær ég fer að sofa. Ég kenni bara dimmunni úti um þetta, slekk á símanum mínum og held áfram að sofa.

þriðjudagur, nóvember 22

Ef þið viljið vita hvernig er að eiga í nánu ástarsambandi við álfa getið þið smellt hér. Þetta er eitt verkefni sem varð til úr námskeiði sem nemendur úr Listaháskóla Íslands og HR tóku þátt í. Hehe.....algjör snilld að detta þetta í hug.

mánudagur, nóvember 21

Ég er nú ekki búin að gera góða hluti í þessu bloggi mínu. Ég get því miður ekki lofað neinu fögru. Því nú fer að nálgast í prófin og ég er líka komin með alveg brálæðislega þægilegan sófa sem er mjög erfitt að komast upp úr. En magn skiptir ekki öllu máli, er það ekki rétt?
En það hefur verið mikið að gera í skólanum. Ég stofnaði heilt fyrirtæki (í þykjustunni), tók sjávarútvegsfræði, bætti leiðtogahæfileika mína (ef þið þekkið mig þá vitið þið að það var stórt skref) og örugglega eitthvað fleira.
Svo liggur leiðin til Flórída um jólin með allri fölskyldunni.